Norðlendingur vikunnar: Samlestur á Litlu Hryllingsbúðinni að hefjast

Guðrún Einarsdóttir ásamt heimilishundinum Kúti
Guðrún Einarsdóttir ásamt heimilishundinum Kúti

Guðrún Einarsdóttir, ólst upp á Húsavík og er menntaður íþróttafræðingur, búin með grunnnám í sjúkraflutningum og er núna að læra hjúkrunarfærði við Háskólann á Akureyri. „Ég kenndi íþróttir við Borgarhólsskóla í nokkur ár en hætti því þegar ég byrjaði í HA, samhliða náminu er ég að vinna á Dvalarheimilinu Hvammi og í sjúkraflutningum fyrir Slökkvilið Norðurþings. Síðast liðið haust tók ég við sem formaður Leikfélags Húsavíkur en var áður í stjórn leikfélagsins,“ segir hún. Í fyrra setti Leikfélag Húsavíkur upp Litlu Hryllingsbúðina sem fékk frábærar viðtökur en þá gerðist svolítið sem heitir Covid-19. Sýningarnar urðu því ekki eins margar og eftirspurnin kallaði eftir og því hefur verið ákveðið að halda áfram með sömu sýningu á þessu leikári og eru æfingar að hefjast á ný þessa dagana. Að sögn Guðrúnar er stefnt á aðra frumsýningu laugardaginn 20. mars. Guðrún er Norðlendingur vikunnar.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast