Í keppninni tóku öll Norðurlöndin þátt og var keppnin gríðarlega hörð þetta árið og mjótt á munum. Keppendum var uppálagt að sýna fram á svæðisbundna matreiðslu á þriggja rétta matseðli en með dönsku grunnhráefni. Mat dómaranefndar var að Hallgrímur Friðrik væri sá fulltrúi Íslands sem ætti mest erindi í keppni sem þessa þar sem Friðrik V hefur verið leiðandi í svæðisbundinni matreiðslu á Íslandi og tilnefndur til verðlauna fyrir það.
Matseðill þessi verður aðeins í boði næstkomandi miðvikudagskvöld, 25. mars og hefst borðhald kl 19.30 í veislusal Friðriks V . Verð þriggja rétta kvöldverðar er 3900.- kr. með vínum. Takmarkaður sætafjöldi er í boði og því gott að tryggja sér sæti í tíma, segir í fréttatilkynningu.