Hópurinn lítur á þessi kaup og fyrirætlanir með húsið sem eðlilegt framhald á starfssemi sinni og til þess hlúa áfram að sköpunarþörf sinni og annarra. Eftir tiltekt og lítilsháttar lagfæringu kemur húsið til með að nýtast vel sem vinnuaðstaða til listsköpunar, fundaraðstaða, námskeiðahalds eða aðstaða fyrir minni leikhópa eða tónlistarmenn í frumvinnu.
Aðgengi að eyjunni er mjög gott því að ferjan Sævar gengur á milli Áskógssands og eyjunnar oft á dag og öll nauðsynleg þjónusta er í eynni . Eyjan er náttúruperla og tilvalinn staður fyrir hópa eða einstaklinga sem vilja draga sig í hlé og vinna að hugðarefnum sínum eða bara að stunda útiveru, sjósund og njóta tilverunnar. Nánari upplýsingar um verkefnið er á síðunni nordanbal.is