Bærinn kemur illa undan vetri „en nú er að hefjast tími gatnaviðgerða og þá mun ástandið lagast all nokkuð," segir Sigrún
Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri. Hún segir að hvað viðhald og endurbætur gatna þetta árið varðar, verði unnið eftir
ástandsmati sem gert var á sínum tíma og kynnt í framkvæmdaráði. Helstu götur sem lagfærðar verða eru hluti
Austursíðu, Kjalarsíðu, Byggðavegar, Þórunnarstrætis og Óseyri auk þess sem lokið verður við endurbætur á
Fjólugötu (malbik og gangstétt) og farið verður í langþráðar endurbætur á Eyrarlandsvegi
„Eftir sumarið verður staðan síðan metin og teknar frekari ákvarðanir í framhaldi af því. Við vitum að þetta er nokkurra
ára verkefni framundan að ná götunum í það horf sem við viljum hafa þær og það er verk að vinna," segir Sigrún
Björk.