Nokkrar góðar ferðareglur fyrir rjúpnaskyttur
Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun, föstudaginn 28. október, og eru veiðar heimilaðar í alls níu daga á tímabilinu sem lýkur sunnudaginn 27. nóvember. Eru þetta heldur færri dagar en undanfarin ár og má því búast við mikilli ásókn veiðimanna í veiðilendur. Það getur einnig orðið til þess að veiðimenn fari til veiða í tvísýnu veðri frekar en að missa af veiðideginum.
Slysavarnafélaginu Landsbjörg hefur sent frá sér fréttatilkynningu um öryggi skotveiðimanna. Undanfarin ár hafa björgunarsveitir ítrekað verið kallaðar út til að leita að rjúpnaveiðimönnum en sem betur fer hefur slíkum leitum farið fækkandi. Slysavarnafélagið Landsbjörg vill koma á framfæri nokkrum góðum ferðareglum sem rétt er að hafa í huga áður en lagt er af stað í veiðiferðina og bendir á www.safetravel.is þar sem finna má allt er tengist öruggu ferðalagi. Þar geta veiðimenn einnig skilið eftir ferðaáætlun og sótt búnaðarlista.
Almennar umgegnisreglur við skotvopn
Geymið byssu og skot á læstum stöðum
Ekki til og frá veiðistað með byssuna hlaðna
Hafið öryggið ávallt á þegar gengið er með byssu
Ferðareglur rjúpnaskyttunnar
Fylgist vel með veðurspá og hagið ferðaáætlun samkvæmt henni
Gerið ferðaáætlun og skiljið hana eftir hjá aðstandendum. Breytist áætlunin látið þá vita.
Kynnið ykkur vel það svæði sem ferðast á um
Hafið með góðan hlífðarfatnað
Takið með sjúkragögn og neyðarfæði
Fjarskipti þurfa að vera í lagi, gps, kort, áttaviti og talstöð/sími og kunnátta verður að vera til staðar til að nota þau
Verið viss um að farartækið sé í góðu ásigkomulagi áður en lagt er af stað
Ferðist ekki einbíla
Takið með grunnviðgerðardót fyrir farartækið og festið allan farangur
Munið að akstur og áfengi fer ekki saman
Ef ferðast er í bíl spennið beltin og notið hjálma, brynjur og annan hlífðarfatnað ef farið er á veiðislóðir á götuskráðu fjórhjóli.
Betra er að snúa við í tíma heldur en að koma sér í ógöngur