19. nóvember, 2009 - 20:30
Fréttir
Akureyri Handboltafélag vann stórsigur á Fram í kvöld, 27:18, er liðin mættust í Framhúsinu í 6. umferð N1- deildar karla í
handbolta. Heimamenn byrjuðu hins vegar leikinn vel og komust í 9:5 þegar stundarfjórðungur var liðin af leiknum. Þá kom heldur betur
góður leikkafli hjá norðanmönnum sem skoruðu sjö mörk á móti einu heimamanna og höfðu tveggja marka forystu í hálfleik,
12:10. Akureyri hóf seinni hálfleikinn af krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörkin og náði fimm marka forystu, 15:10 og lögðu grunninn að
níu marka sigri.
Akureyri hefur þar með unnið þrjá leiki í röð í deildinni og er komið upp að hlið Hauka í öðru sæti
deildarinnar með sjö stig. Fram er hins vegar enn á botni deildarinnar með tvö stig.
Jónatan Þór Magnússon fór á kostum í liði Akureyrar og skoraði 13 mörk og Oddur Gretarsson kom næstur með 6 mörk.
Hörður Flóki Ólafsson átti frábæran leik í marki Akureyrar í kvöld og varði 23 skot.
Í liði Fram var Arnar Birkir Hákonarsson markahæstur með 8 mörk og Akureyringurinn Magnús Stefánsson kom næstur með 4 mörk.
Þá varði Magnús Erlendsson 12 skot í marki Fram.