Níu bjargað úr skútu í Akureyrarhöfn í nótt

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Lögregla, björgunarsveitir og slökkviliðsmenn á Akureyri björguðu í nótt níu manns í land þegar 50 feta skúta losnaði frá flotbryggju nærri tónlistarhúsinu Hofi og tók að reka frá landi. Frá þessu er greint á vef Rúv.
 
Starfsfólk hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar tók einnig þátt í björgunarstarfinu. Um borð í skútunni var átta manna fjölskylda ásamt aðstoðarmanneskju. Börnin sex eru á aldrinum þriggja mánaða upp í tólf ára, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni nyrðra.
 
Skútuna rak þó ekki lengra en að næstu flotbryggju og tókst þá að festa hana tryggilega. Einhverjar skemmdir urðu á fleyinu og mun einhver leki hafa komið að henni. Ekki er ljóst á þessari stundu hve miklar skemmdirnar eru en það verður kannað betur þegar birtir, segir á vef Rúv.

Nýjast