Niceair og Umhyggja í samstarf

Niceair hyggst veita langveikum börnum sérstök kjör af utanlandsferðum frá Akureyri.
Niceair hyggst veita langveikum börnum sérstök kjör af utanlandsferðum frá Akureyri.

Samstarf verður á milli Umhyggju - félags langveikra barna og Niceair en síðarnefnda félagið  hyggst veita langveikum börnum sérstök kjör af utanlandsferðum frá Akureyri.

„Til að létta undir með fjölskyldum langveikra barna og auðvelda þeim ferðalög erlendis býður Niceair langveikum börnum sem eru í Umhyggju eða aðildarfélögum Umhyggju frítt flug til allra áfangastaða sinna og foreldrum þeirra 50% afslátt fljúgi þeir með barninu,“ segir í tilkynningu. 

Áfangastaðir Niceair í sumar eru Kaupmannahöfn, Tenerife og London, en veturinn 2022-2023 verður flogið til Kaupmannahafnar, London og Manchester.

 


Athugasemdir

Nýjast