Um helgina kepptu nokkrir nemendur Verkmenntaskólans á Akureyri á Íslandsmeistaramóti iðn- og verkgreina í Háskólanum í Reykjavík. Nemendur VMA stóðu sig frábærlega. Börkur Guðmundsson er Íslandsmeistari í rafvirkjun. Njáll Hilmarsson rafeindavirki er fyrsti Íslandsmeistarinn í sínu fagi en hann var í grunndeild VMA. Jeff Chris Hallström á hársnyrtibraut kom heim með silfurverðlaun og sjúkraliðarnirnir Sunna Mjöll Bjarnadóttir og Hildur Björk Benediktsdóttir einnig. Smiðirnir frá VMA stóðu sig einnig mjög vel. Allir keppendur Tækinskólans í rafeindavirkjun höfðu tekið grunndeild rafiðna í VMA. Mikið var lagt í umgjörð mótsins og verðugt framtak til að vekja athygli á iðn- og verkgreinum, segir á vef VMA.