23. maí, 2011 - 11:24
Fréttir
Það var mikið fjör í Naustaskóla á Akureyri í morgun en þar voru krakkarnir að hlaupa og reyna fyrir sér í ýmsum
þrautum til styrktar UNICEF. Krökkunum var safnað saman á sparkvelli skólans um kl. 10 og var þeim þá skipt í fimm hópa sem fóru
á mismunandi stöðvar.
Á stöðvunum leystu krakkarnir hin ýmsu verkefni s.s. hoppa yfir grindur og halda hver á öðrum. Öllum var úthlutað svokölluðum
apahverum en eftir hvern hring sem krakkarnir fóru fengu þeir einn límmiða í apahverið sitt. Þrátt fyrir nístingskulda lögðu allir sitt
af mörkum og skemmtu sér vel.