Nemendur í MA setja upp viðburðasíðu fyrir Norðurland
Nemendur Menntaskólans á Akureyri í lokaáfanga á íslenskulínu, mál, menning og miðlun, hafa haft ýmis verkefni í vetur, m.a. við að taka saman yfirlit um viðburði á Norðurlandi nú í sumar.
Verkefnin hafa verið fjölbreytt en tengjast öll listum og menningu á Íslandi, þá sér í lagi á Akureyri og víðar á Norðurlandi.
Sameiginlegt lokaverkefni nemendanna allra, var að búa til vefsíðu. Á vefsíðunni má sjá yfirlit yfir menningarviðburði sem munu eiga sér stað um allt Norðurland í sumar. Það er allt frá útihátíðum yfir í gjörninga, frá listasýningum og hátíðum yfir í góðgerðahlaup, frá fjölskylduhátíðum yfir í sumarbúðir. Viðburðirnir eru flokkaðir eftir því á hvaða stað eða í hvaða bæjarfélagi þeir eru og bæjunum er svo raðað í stafrófsröð. /epe.
Vefsíðu nemendanna má skoða hér