NEMENDUR Í BREKKUSKÓLA HLUTU SILJUNA Í MYNDBANDASAMKEPPNI BARNABÓKASETURS 2016

Frá vinstri Herdís Anna Friðfinnsdóttir, Barnabókasetri, Skúli Gautason fulltrúi dómnefndar, Brynhil…
Frá vinstri Herdís Anna Friðfinnsdóttir, Barnabókasetri, Skúli Gautason fulltrúi dómnefndar, Brynhildur Þórarinsdóttir, Barnabókasetri, Arndís Eva Erlingsdóttir og Egill Andrason sigurvegarar keppninnar, Ingunn Alda Sævarsdóttir og Kristíana Hómgeirsd. (Ljósmynd: Þórgnýr Dýrfjörð)

Nemendur í Brekkuskóla urðu í 1. og 2. sæti í eldri flokki Siljunnar, myndbandasamkeppni Barnabókaseturs 2016. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Brekkuskóla 6. maí. Það voru þau Arndís Eva Erlingsdóttir og Egill Andrason sem sigruðu keppnina í flokki 8. - 10. bekk.  Í öðru sæti í sama flokki urðu þær Ingunn Alda Sævarsdóttir og Kristíana Hómgeirsdóttir. Sigurvegarnir tryggðu skólasafninu sínu 100.000 króna bókaúttekt frá Barnabókasetri og Félagi íslenskra bókaútgefenda.

Dómnefnd skipuðu Hólmfríður Árnadóttir kennari, Skúli Gautason leikari og tónlistarmaður og Urður Snædal skáld.

Barnabókasetur Íslands vinnur að bættri lestrarmenningu barna og unglinga en Siljan er stærsta verkefni setursins. Markmiðið með Siljunni er að hvetja börn og unglinga til að lesa og tjá sig um bækurnar sem þau lesa. Með því gerum við lestur barna og unglinga sýnilegri og sköpum jákvæðar lestrarfyrirmyndir sem laðað geta fleiri að bóklestri. Um fimmtíu myndbönd bárust í keppnina og voru 6 þeirra verðlaunuð. (akureyri.is)

Nýjast