Á vef Norðurþings kemur fram að fjölmennt fjölmennt hafi verið í fundarsal stjórnsýsluhússins á Húsavík í gær þegar 6. bekkur úr Borgarhólsskóla mætti þangað fylktu liði til að leggja fram formlegt erindi.
Í erindinu óska nemendurnir eftir fleiri leiktækjum á skólalóðina og telja þar upp t.d. körfuboltavöll, trampólín, kastala með rennibraut, aparólu og fleira.
Drífa Valdimarsdóttir, fjármálastjóri Norðurþings og staðgengill sveitarstjóra tók glöð við erindinu sem fer nú í formlegt ferli hjá sveitarfélaginu.