Nemendafélag VMA snýr aftur í Samkomuhúsið í haust

Kristján Blær Sigurðsson, formaður Nemendafélags VMA, og Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri LA handsala samkomulagið.
Tekist hafa samningar milli Nemendafélags VMA og Menningarfélags Akureyrar (MAk) um að Leikfélag VMA setji upp Litlu hryllingsbúðina í Samkomuhúsinu á Akureyri næsta haust en frumsýning er áætluð í lok október. Greint er frá þessu á vef VMA. Bæði nemendafélög VMA og MA hafa sýnt í Samkomuhúsinu undanfarin ár en eins og Vikudagur fjallaði um sl. vetur þurfti leikfélag VMA að flytja sýningu sína Bjart með köflum fram í Freyvangsleikhúsið þar sem ekki náðust samningar milli leikfélags VMA og MAk vegna hárrar húsaleigu í Samkomuhúsinu.