Oddur Gretarsson var markahæstur í liði Akureyrar í kvöld með 6 mörk, Árni Þór Sigtryggsson og Jónatan Þór Magnússon skoruðu 5 mörk hver, Andri Snær Stefánsson 4 mörk og aðrir minna. Hörður Flóki Ólafsson átti góðan leik í marki Akureyrar og varði 18 skot.
Markahæstir í liði HK í kvöld voru þeir Valdimar Fannar Þórsson með 8 mörk, Ólafur Víðir Ólafsson með 6 mörk og Atli Ævar Ingólfsson með 5 mörk. Þá varði Sveinbjörn Pétursson 16 skot í marki gestanna.
Eftir leikinn er Akureyri komið með 9 stig í deildinni eftir sjö leiki en HK hefur fimm stig en hefur leikið einum leik minna.
Nánar um leikinn í Vikudegi á morgun.