Naumt tap hjá Þór í Höllinni í kvöld

Þórsarar töpuðu naumlega gegn ÍG í kvöld er liðin áttust við í Höllinni á Akureyri í 1. deild karla í körfubolta. Lokatölur urðu 82-80 ÍG í vil. Þetta var fimmti tapleikur Þórs í jafnmörgum leikjum á tímabilinu og liðið því enn án stiga í deildinni. Spencer Harris var stigahæstur Þórsara með 17 stig, Stefán Karel Torfason skoraði 16 og Sindri Davíðsson 15 stig. Hjá ÍG var gamla kempan Guðmundur Bragason stigahæstur með 20 stig og Haraldur Jón Jóhannesson skoraði 17 stig. ÍG er í fjórða sæti deildarinnar með sex stig.

Nýjast