Nauðsynlegt að ráðast í endurbætur á Skipagötu 14

Eigendur hússins við Skipagötu 14 á Akureyri, þar sem verkalýðsfélögin eru flest hver til húsa, hafa að undanföru rætt um nauðsyn þess að gera verulegar endurbætur á húsinu. Á aðalfundi Félags verslunar- og skrifstofufólks á dögunum kom fram að skiptar skoðanir eru um í hve mikinn kostnað eigi að leggja nú.  

"Það er alveg ljóst að endurbætur á stigauppgangi og lyftu þola ekki langa bið, þá er loftræstikerfið alveg vonlaust," sagði Úlfhildur Rögnvaldsdóttir formaður félagsins á fundinum. Stjórn húsfélagsins hefur látið gera kostnaðaráætlun um endurbætur á sameigninni sem hægt er að áfangaskipta.  Aðalfundur húsfélagsins er framundan og þá verður málið afgreitt.  Eigendur húsnæðis á þriðju hæð hafa rætt um að gera breytingar á þeirri hæð, en sameign þar er mun meiri en á öðrum hæðum hússins.  Komið hefur til tals að sögn Úlfhildar, að hafa meiri samvinnu þeirra félaga sem þar starfa og hugsanlegt að FVSA taki að sér einhverja þjónustu fyrir önnur félög ef samstaða verður um breytingar á húsnæðinu.

Nýjast