Fram kom í máli fulltrúa Samfylkingar og Framsóknarflokks að nauðsynlegt væri að bæta aðstöðu fyrir skíðafólk í Hlíðarfjalli, en svæðið er eitt vinsælasta íþróttasvæði bæjarins. Í því sambandi var talað um skíðahótelið, bílastæði og skíðalyftur og að ráðast þyrfti í framkvæmdir sem fyrst. Í máli fulltrúa L-listans kom fram athyglisverð hugmynd um að setja upp sérstaka íþróttadeild við Háskólann á Akureyri til þess að auka veg íþrótta í bænum. Þá voru fulltrúar flestra framboða sammála um það að hækka þyrfti styrki til foreldra barna sem stunda íþróttir í bænum.