Náttúruspjöll í Mývatnssveit

Hér sést til hægri á myndinni að krotað hefur verið nafnið Þór S á vegg Grjótagjár. Mynd: Hörður Jón…
Hér sést til hægri á myndinni að krotað hefur verið nafnið Þór S á vegg Grjótagjár. Mynd: Hörður Jónasson

Krotað hefur verið á vegg Grjótagjár í Mývatnssveit. Hörður Jónasson átti leið þar hjá og tók eftir því að nafnið Þór S hef­ur verið krotað á vegg gjárinnar og smellti af því mynd og póstaði á Facebook vegg síðunnar Bak­land ferðaþjón­ust­unn­ar.

Slík­ar nátt­úru­áletr­an­ir eru óheim­il­ar sam­kvæmt lög­um um nátt­úru­vernd. 

Grjóta­gjá er lít­ill hell­ir við Mý­vatn. Hún er ekki friðlýst svæði en árið 2013 var krotað á kletta­vegg­inn í Grjóta­gjá orðið „cave“, eða hell­ir.

 

Nýjast