Krotað hefur verið á vegg Grjótagjár í Mývatnssveit. Hörður Jónasson átti leið þar hjá og tók eftir því að nafnið Þór S hefur verið krotað á vegg gjárinnar og smellti af því mynd og póstaði á Facebook vegg síðunnar Bakland ferðaþjónustunnar.
Slíkar náttúruáletranir eru óheimilar samkvæmt lögum um náttúruvernd.
Grjótagjá er lítill hellir við Mývatn. Hún er ekki friðlýst svæði en árið 2013 var krotað á klettavegginn í Grjótagjá orðið „cave“, eða hellir.