Námskeið um Evrópumál fyrir almenning í HA

Símenntun Háskólans á Akureyri stendur fyrir námskeiði um Evrópumál fyrir almenning á næstunni. Tengsl Íslands og Evrópusambandsins eru mál málanna á nýju ári.  Hvað veist þú um ESB og Ísland? Á námskeiðinu verður farið yfir grunnþætti í tengslum Íslands við Evrópu fyrr og nú.   

Stofnanir, starfsemi og skipulag Evrópusamvinnunnar verða skýraðar  þannig að þátttakendur  eiga auðveldara með að skilja, fylgjast með og mynda sér skoðun í Evrópuumræðunni. Námskeið sem hentar jafnt leikum sem lærðum. Umsjónarkennari verður Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur og lektor við HA.

Tími: Þri. og fim. 13.,15., 20. og 22. jan. kl. 20:00-22.00 og laug. 17. jan. kl. 13:-17:00. Verð: 14.900 kr. Staður: stofa L101 Sólborg.

Nýjast