Nágrannaslagnum frestað

Ekkert verður af fyrirhuguðum leik Víkinga og Jötna í Skautahöllinni á Akureyri á Íslandsmóti karla í íshokkí. Samkvæmt upplýsingum hjá ÍHÍ forfallaðist dómari leiksins og ekki þótti ástæða til að fá annan dómara sökum kostnaðar. Ekki er búið að ákveða hvenær leikurinn fari fram en það skýrist á morgun þegar ný leikjaskrá verður samþykkt.

Nýjast