Ná Þórsarar fram hefndum?
Þórsarar fá tækifæri í kvöld á að hefna fyrir tapið gegn KR í bikarnum sl. helgi er liðin mætast á
Þórsvelli í kvöld í 15. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kl. 19:15. Eftir tapið í bikarnum eru norðanmenn í þeirri
stöðu að verða að treysta á að KR vinni deildinni til þess að ná Evrópusæti. KR hefur eins stig forystu á ÍBV á
toppnum með 30 stig og á auk þess tvo leiki til góða. Þór siglir lygnan sjó í áttunda sæti deildarinnar með 17 stig.
Halldór Áskelsson, aðstoðarþjálfari Þórs, segir ekkert annað koma til greina en að taka þrjú stig í kvöld.
„Það er ekkert annað í stöðunni en að hala inn þau stig sem í boði eru og svo getum við haldið með KR eftir það," segir Halldór.
Grétar Sigfinnur Sigurðsson leikmaður KR segir sigurvímuna vera runna af Vesturbæingum og þeir mæti einbeittir til leiks í kvöld.
„Við þurfum að girða okkur í brók fyrir leikinn í kvöld því við vorum ekki að gera merkilega hlut í bikarleiknum þar sem Þórsarar voru virkilega góðir."
Nánar í Vikudegi í dag.