Ná Þórsarar að tryggja sætið í dag?
Fimm leikir fara fram í Pepsi-deild karla í dag, þar af hefjast fjórir kl. 17:00. Þar á meðal leikur Vals og Þórs á Vodafonevellinum. Þórsarar eru nú sex stigum frá fallsæti og fari svo að þeir nái stigi eða stigum í dag og Fram tapar sínum leik gegn Keflavík, er úrvalsdeildarsætið tryggt.
Leikir dagsins í Pepsi-deildin:
Kl. 17:00. Grindavík-FH
Kl. 17:00. Fylkir-Stjarnan
Kl. 17:00. Breiðablik-Víkingur R.
Kl. 17:00. Valur-Þór
Kl. 19:15. Fram-Keflavík
Leik ÍBV og KR sem átti að fara fram í Eyjum í dag hefur verið frestað fram á mánudag.