N4 óskar eftir auknu hlutafé

Stjórn fjölmiðlafyrirtækisins N4 hefur gefið heimild til að leita að auknu hlutafé inn í fyrirtækið. Fréttablaðið greinir frá þessu. Þar er haft eftir Jóni Steindóri Árnasyni, stjórnarformanni N4, segir töluvert fé vanta inn í reksturinn svo hann geti haldið sjó.

Rekstur N4 stóð ekki undir sér síðustu sex mánuði í fyrra og því þurfti að grípa til uppsagna og skipulagsbreytinga á rekstri félagsins. Stærstu hluthafar N4 eru KEA og fjárfestingarsjóðurinn Tækifæri sem meðal annars er í meirihlutaeigu Stapa lífeyrissjóðs, KEA og Íslenskra verðbréfa.

„Það er töluvert sem vantar upp á. Við höfum fengið heimild til að auka hlutaféð um 50 milljónir,“ segir Jón Steindór. „Fyrirtækið velti um 200 milljónum á síðasta ári svo þetta er nokkuð stór tala í því samhengi. Þetta endurspeglar það rekstrarumhverfi sem fjölmiðlar hafa verið í síðustu ár," segir Jón Steindóttir við Fréttablaðið.

María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, segir samkeppnisstöðu N4 vera skakka þar sem semja þurfi við Vodafone og Símann um dreifingu, aðalkeppinauta N4. Einnig sé ríkið stór leikandi á markaði. „Tveggja daga rekstrarfé til RÚV myndi duga okkur á árs basis til að halda okkur gangandi. Við ættum að horfa til Norðmanna sem eru með gott kerfi fyrir fjölmiðlun í hinum dreifðu byggðum landsins, þangað ættum við að horfa,“ segir hún.

Nýjast