N1-mótið hefst í dag
N1-mót KA í knattspyrnu hefst kl. 14:00 í dag og stendur fram á laugardag þar sem drengir í 5. flokki eru í aðalhlutverki. Keppendur eru um 1.800 og liðin á mótinu 182 frá félögum um allt land. Þá fer Pollamót Þórs og Icelandair einnig fram um helgina og því sannkölluð fótboltaveisla framundan á Akureyri. Í prentútgáfu Vikudags sem kemur út á morgun er fjallað nánar um mótin tvö og rætt við Sævar Pétursson mótstjóra N1-mótsins og Kristján Kristjánsson sem stýrir Pollamótinu.