30. mars, 2009 - 13:49
Fréttir
Fimm meðlimir úr Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri fóru í mánaðarlangann leiðangur til Indlands í október 2008 til að
freista þess að klífa fjallið Shivling, sem er í indverska hluta Himalayajfallanna, en verkefnið fékk leiðangursstyrk Cintamani og Íslenska
alpaklúbbsins árið 2008. Á morgun, þriðjudagskvöldið 31. mars munu leiðangursmenn sýna myndir úr leiðangrinum í Húsinu
(gamla Barnaskóla Akureyrar).
Myndasýninginn hefst klukkan 20:00 og er aðgangur ókeypis. Shvivling er 6543 metra hátt og er oft kallað Matterhorn Indlands þar sem það þykir
einstaklega glæsilegt fjall sem og hrikalegt, eftirsóknarvert verkefni hjá fjallamönnum.Leiðangursmenn komust í rúmlega 6100 metra hæð á
fjallinu en þurftu þá frá að hverfa vegna aðstæðna.