„Mun skemmtilegra að horfa á EM þegar þú þekkir leikmennina“
Akureyringurinn Sævar Guðmundsson er leikstjóri myndarinnar Jökullinn logar sem frumsýnd var nýverið í bíóhúsum landsins. Myndin er sagan um gullkynslóð íslenskrar knattspyrnu hjá körlum sem skráði sig í sögubækurnar með því að vera fámennasta þjóð sögunnar til að komast á lokakeppni stórmóts. Undanfarin tvö ár hafa þeir Sævar og fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason, sem titlaður er handritshöfundur myndarinnar, fengið óheftan aðgang að landsliðinu og fylgt því í gegnum ótrúlegt ævintýri.
Vikudagur spjallaði við Sævar um myndina sem fengið hefur gríðarlega góðar viðtökur en nálgast má viðtalið í prentúgáfu blaðsins.
-Vikudagur, 9. júní