Mun meiri umferð um Héðinsfjarðargöng en áætlað var

Meðalumferð um Héðinsfjarðargöng árið 2011 var 548 bílar á sólarhring (ÁDU). Það er talsvert meiri umferð en spár Vegagerðarinnar höfðu gert ráð fyrir áður en framkvæmdir hófust. Þá hljómaði spáin upp á um 350 bíla og í mesta lagi 500, líkt og fram hefur komið áður hér á vef Vegagerðarinnar. Tæplega 200 þúsúnd bílar fóru fram og til baka um göngin á síðasta ári, það samsvarar því að rúmlega 500 þúsund manns hafi farið um göngin, fram og til baka.

Flestir óku um göngin í júlí eða tæplega 70 þúsund bílar, fram og til baka. Það samsvarar um 17% af umferð ársins. Umferðin um Múlagöng 2011 jókst um 15 prósent. Þetta kemur á vef Vegagerðarinnar.

Nýjast