Mun fleiri leita eftir mataraðstoð í gegnum Facebook fyrir jólin
Mikil aukning hefur verið á mataraðstoð í gegnum Facebook-síðuna „Matargjafir Akureyri og nágrenni“ sem Sigrún Steinarsdóttir og Sunna Jakobsdóttir stofnuðu fyrir um þremur árum. Núna eru um 1300 manns skráðir á síðuna og segir Sigrún að aðsókn í mataraðstoðina sé farin að þyngjast í aðdraganda jólanna en illa hefur gengið að fá mat til að úthluta fólki í neyð.
Í fyrra fengu 90 fjölskyldur aðstoð en Sigrún segir ljóst að mun fleiri munu sækja um aðstoð fyrir þessi jól.
Nánar er fjallað um málið í Vikudegi sem kom út í gær.