„Mun efla starfið til muna“
Starfsemi Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Akureyri, mun flytja í nýtt og stærra húsnæði í byrjun júní. Aflið hefur verið til húsa í Brekkugötu undanfarin ár en flyst nú í Gamla Spítala eða Gudmanns Minde eins og húsið er einnig þekkt. Sigrún Finnsdóttir, formaður Aflsins, segir flutninginn kærkominn og hann muni efla starf samtakanna en rætt er við Sigrúnu í prentútgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 19. maí