Mugison heldur fyrirlestur í Ketilhúisnu á morgun föstudag

Tónlistarmaðurinn Mugison.
Tónlistarmaðurinn Mugison.

Tónlistarmaðurinn Mugison heldur fyrirlestur í Ketilhúisnu á Akureyri á morgun föstudag, á milli kl. 14 og 15. Fyrirlesturinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis. Mugison hefur starfað einvörðungu sem tónlistarmaður í bráðum áratug. Hann ætlar að ræða um sköpunarferlið og hvernig það sé að vera íslenskur listamaður í ört minnkandi heimi.

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð listnámsbrautar VMA, Listasafnsins á Akureyri og Menningarmiðstöðvarinnar í Grófargili og að þessu sinni í samvinnu við Græna hattinn en Mugison heldur þar tónleika þar í kvöld og á morgun. Fyrirlestraröðin sem hefur verið starfrækt til fjölda ára er hluti af námi nemenda á listnámsbraut VMA en er opin öllum. Guðmundur Ármann Sigurjónsson myndlistarmaður og kennari við VMA og Þröstur Ásmundsson heimspeki- og sögukennari við VMA eiga upphaflegu hugmyndina sem er að fólk úr ólíkum geirum menningarheimsins gefi innsýn í sinn heim. Aðsókn er alltaf góð og nú síðast þegar Hlynur Hallsson var með fyrirlestur, voru um 100 manns í salnum. Þeir aðilar sem að fyrirlestraröðinni standa eru mjög ánægðir með að fá Mugison til sín er og mikill spenningur í mannskapnum.

Nýjast