MS Akureyri fékk frumkvöðlaverðlaun Matar úr héraði

Sigurður Rúnar Friðjónsson mjólkurbússtjóri MS Akureyri með verðlaunin, ásamt fulltrúum Matar úr héraði.
MS Akureyri fékk frumkvöðlaverðlaun Matar úr héraði og var viðurkenningin afhent undir lok sýnngarinnar MATURINN-INN sem haldin var í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Mikil fjölda gesta kom á sýninguna í gær og í dag og voru forsvarsmenn fyrirækja sem þátt tóku, mjög ánægðir með hvernig til tókst. MS Akureyri fékk viðurkenninguna fyrir íþróttadrykkinn Hleðslu, sem slegið hefur í gegn hér á landi.
Hleðsla hefur verið vinsælasti próteindrykkur á Íslandi. Fyrirtækið er nú að hefja útflutning á Hleðslu og fer fyrsta sendingin til Finnlands á næstunni. Hleðsla er drykkur sem framleiddur er úr mysu en áður fór mysan í frárennsli fyrirtækisins.