Eigandinn hringdi á lögreglu sem að hóf strax eftirgrennslan eftir kerrunni og hjólinu. Tetra fjarskiptakerfi lögreglunnar gerði lögreglu kleift að samhæfa aðgerðir fjögurra lögregluembætta við leitina sem varð til þess að hjólið fannst um tveimur klukkustundum og 230 km síðar. Lögreglan á Egilsstöðum stöðvaði för bifreiðar á leið um þeirra embætti um þrjú leytið í nótt en aftan í bifreiðinni var kerran með hjólinu á. Ökumaður var handtekinn og fluttur á lögreglustöðina á Egilsstöðum þar sem að hann var yfirheyrður og telst málið upplýst.