Mótmælir áformum um breytingar á reglugerð um meðferð og nýtingu á slátur- og dýraleifum

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar mótmælir harðlega áformum um breytingar á reglugerð um meðferð og nýtingu á slátur- og dýraleifum á þann veg að tíu ár þurfi að líða frá því molta er borin á land til áburðar, eða jarðvegsbætingar þar til heimilt sé að leyfa beit eða afla fóðurs á því landi. Samkvæmt núgildandi reglugerð þarf að líða 21 dagur frá því molta er borin á landið þar til heimilt er að nýta landið til beitar eða til fóðuröflunar,  breyting í þessa veru mun kippa öllum rekstrargrundvelli undan rekstri Moltu ehf. í Eyjafirði, segir í bókun sveitarstjórnar.

Nýjast