Mótmælaganga á Akureyri á morgun laugardag

Fólkið í landinu mun fara mómælagöngu frá Samkomuhúsinu á Akureyri niður á Ráðhústorg á morgun laugardaginn 20. júní kl. 15.00.  Hlutdeild banka, fjárglæframanna, stjórnmálamanna og eftirlitstofnana ríkisins í efnahagshruni íslensku þjóðarinnar er glæpsamlegt athæfi sem felur sér mannréttindabrot gegn íslensku þjóðinni, nú er nóg komið, segir í fréttatilkynningu.  

Kröfurnar eru skýrar:

1. Stöðvum ICESAVE- samninginn.
2. Mótmælum sinnuleysi stjórnvalda í málefnum heimila og fyrirtækja.
3. Krefjumst þess að dómskerfið taki á hvítflibbaglæpamönnum.

Sýnum samstöðu - pottar, pönnur og önnur búsáhöld.

Nýjast