Mótmæla- og samstöðufundur í Mývatnssveit í dag

Mótmæla- og samstöðufundur verður haldin í Mývatnssveit í dag, laugardaginn 31. janúar kl.15.00. Mótmælendum í Mývatnssveit finnst rétt að safnast saman enn á ný og láta af sér vita. Þótt áfangasigrar hafi unnist er ekki öllum kröfum mótmælenda fullnægt. Þar sem unnið er að stofnun nýrrar ríkisstjórnar og fleiri málum finnst þeim rétt að staldra við og sjá hverju fram vindur.

Þemað þessu sinni er þess vegna að tendra vonarneista í eigin brjósti, kveikja á friðarkerti með þessum neista og senda von og frið til þjóðfélagsins alls. Staðsetning sem fyrr er á Hallarflöt í Dimmuborgum. "Okkur finnst ekki minna um vert að hittast, sýna hvert öðru samhug og þjappa okkur saman fyrir komandi tíma. Það styrkir samfélagið allt," segir í fréttatilkynningu.

Nýjast