Mótmæla fyrirhugaðri stækkun Vínbúðarinnar á Akureyri
Íbúar í grennd við Vínbúðina á Akureyri afhentu bæjarstjóra undirskriftalista í dag, þar sem sem fyrirhugaðri
stækkun verslunarinnar er mótmælt. Framkvæmdarstjóri Vínbúðarinnar segir listann engu breyta um stækkunaráform. Íbúar
við Hólabraut og Laxagötu, sem liggja hvor sínum megin við Vínbúðina, segja að húsnæði verslunarinnar sé fyrir löngu
sprungið og að íbúar séu orðnir þreyttir á mikilli bílaumferð við Vínbúðina.
Íbúar kærðu útgáfu nýs deiluskipulags til kærunefndar skipulags- og byggingamála og er nú úrskurðar beðið. Einar S. Einarsson, framkvæmdarstjóri sölu- og þjónustusviðs Vínbúðarinnar, að málið sé í farvegi hjá bænum. Hann segir fulltrúa Vínbúðinarinnar lengi hafa leitað að hentugri lausn fyrir verslunina. Þetta kemur fram á vef RÚV.