Mótefnamælingar hafnar á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna kórónuveirunnar

Mynd úr safni
Mynd úr safni

Mótefnamælingar hófust hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri í dag vegna Covid-19. Fólk getur pantað sér tíma í blóðprufu án tilvísunar frá lækni og óskað eftir þessari mælingu í síma 463-0233 á milli kl. 13-14:30.

Fram kemur í auglýsingu frá Sjúkrahúsinu að Sjúkratryggingar Íslands taki ekki þátt í þessum kostnaði þar sem þeim er ekki tilvísað og því greiðir fólk fullt gjald fyrir mælinguna sem er 4351 kr. Svörin við mótefnamælingunni birtast á vef Heilsuveru innan sólarhrings. Mikilvægt er að fólk mæti með persónuskilríki.

Þá hefjast mótefnamælingar hjá Læknastofum Akureyrar í vikunni og verður boðið upp á mótefnamælingar á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag þessa vikuna frá 9-12. Í framhaldinu verða mótefnamælingar alla þriðjudaga frá níu til tólf.


Athugasemdir

Nýjast