„Montin og þakklát á sama tíma“

Dagrún Matthíasdóttir. Ljósmynd: Steinunn Matthíasdóttir.
Dagrún Matthíasdóttir. Ljósmynd: Steinunn Matthíasdóttir.

„Tilfinningin að vera bæjarlistamaður er bara mjög góð. Ég er auðvitað pínu montin með það og þakklát á sama tíma,“ segir Dagrún Matthíasdóttir sem er bæjarlistamaður Akureyrar 2021. Valið var tilkynnt á árlegri Vorkomu bæjarins á Sumardaginn fyrsta en vegna samkomubanns var Vorkoman send út á Facebooksíðu Akureyrarbæjar. Dagrún segir valið hafa komið sér á óvart. „Þegar Almar Alfreðsson hjá Akureyrarstofu hringdi í mig með fréttirnar þá hélt ég að hann væri að falast eftir upplýsingum um viðburði hjá okkur í RÖSK eða minna á gildaga.“ En hvernig hyggst Dagrún verja tímanum sem bæjarlistamaður? „Ég ætla að nýta tímann mjög vel og vinna að mestu við grafíklist og njóta þess að gera tilraunir þar og vinna að sýningum. Ég verð líka viðburðarstjóri umhverfislistahátíð Í Alviðru í Dýrafirði sem er á Vestfjörðum þar sem ég tengi saman listamenn á svæðinu og listamenn héðan á Norðurlandi í samvinnu. Og vona að það verði áframhald á því verkefni að ári.“

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Nýjast