Mömmur og möffins aflýsa viðburði en halda áfram að safna fyrir endurlífgunartæki

Mömmur og möffins, viðburður sem halda átti í Lystigarðinum á Akureyri á laugardag hefur verið aflýs…
Mömmur og möffins, viðburður sem halda átti í Lystigarðinum á Akureyri á laugardag hefur verið aflýst en þeim tilmælum er beint til landsmanna að takamarka samneyti vegna kórónuveirufaraldurs sem virðist í uppsiglingu. Áfram verður þó safnað fyrir endurlífgunartæki fyrir nýbura og fólki frjálst að leggja málefninu lið.

Nokkurn vegin um það bil sem prentvélar fóru í gangi og nýtt Vikublað rann um þær í stríðum straumum barst tilkynning um að viðburðurinn Mömmur og möffins hefði tekið ákorun forseta Íslands um að lágmarka samneyti fólks um komandi Verslunarmannahelgi og var viðburðinum aflýst. Í  áðurnefndu og glænýju Vikublaði en viðtal við Valdísi Önnu Jónsdóttur sem staðið hefur í brúnni hjá Mömmum og möffins liðin ár. Viðtalið var auðvitað tekið fyrr í vikunni þegar ekkert benti til annars en að af viðburðinum yrði en með breyttu sniði vegna kórónuveirufaraldursins.   

Eftir stendur að þeir sem tekið hafa þátt í að gera Mömmur og möffins að veruleika hafa um árin safnað 6,5 milljónum króna sem farið hafa til tækjakaupa á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri.

Að þessu sinni er safnað fyrir tæki sem notað er til endurlífgunar nýbura. Þörfin á tækinu er enn til staðar og ætla Möffins mömmurnar að halda sínu striki og reyna eftir öðrum leiðum að safna fyrir tækinu. Það kostar 1,2 milljónir króna. Fólk er hvatt til að leggja málefninu lið með frjálsum framlögum og skorað á fyrirtæki að gera slíkt hið saman. Reikingsnúmer má finna á facebook síðu viðburðarins. Mömmur og möffins leggja líka til að fólk baki möffins heima hjá sér og birti myndir af herlegheitunum á samfélagsmiðlum.

 


Athugasemdir

Nýjast