Misfarið með texta í beinum tilvitnunum í skýrlsu Pálma Kristinssonar

Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor við Háskólann á Akureyri hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem hann segir m.a. að Pálmi Kristinsson misfari með beinar tilvitnanir í skýrslu sinni um Vaðlaheiðargöng. “Í fleiri en einni beinni tilvitnun í Jón Þorvald Heiðarsson hefur Pálmi kosið að breyta orðalagi Jóns og setja það síðan fram sem beina tilvitnun í hann.  Ekki þarf að nefna að slíkt er algjörlega bannað í vísindasamfélaginu og vita það allir sem hafa menntun svo sem háskólapróf.  Enn alvarlegra er þetta í ljósi þess að Pálmi hefur starfað við kennslu innan Háskóla Íslands,” segir Jón Þorvaldur. 

Ennfremur segir í yfirlýsingu Jóns Þorvaldar: Hér er dæmi úr skýrslu Pálma blaðsíðu 62: 

JÞH/RHA, í vefritinu 640.is, 03.2011:

“Árið 1998 kostaði bensínlítrinn um 70 kr. og því samsvaraði 1.000 kr. í veggjald um 14 lítum af bensíni. Reiknaður sparnaður pr. km í vegstyttingu nam því 33 lítrar/100 km. Hafi vegfarendur um VHG verða tilbúnir að greiða sem svaraði 0,33 lítum/km fyrir hvern sparaðan km árið 1998 þá ættu þeir að vera tilbúnir að greiða sem svarar 5 lítrum af bensíni eða 1.100 kr. fyrir að aka um VHG.”

Hér er fyrir það fyrsta sett fram að tilvitnunin sé í texta frá RHA sem er rangt, en látum það liggja á milli hluta.  Hér að neðan er síðan textinn eins og hann er á 640.is (búið er að feitletra þann hluta textans sem Pálmi breytir):

Á þessum tíma kostaði bensínlítrinn um 70kr og því samsvaraði 1.000 kr í veggjald um 14 lítrum af bensíni.  Reiknað á sparaðan km var gjaldið þriðjungur úr lítraEf vegfarendur um Vaðlaheiðargöng verða einnig tilbúnir að greiða þriðjung úr bensínlítra fyrir hvern sparaðan km þá ættu þeir að vera tilbúnir að greiða sem svarar 5 lítrum af bensíni eða um1.100 kr fyrir að aka um Vaðlaheiðargöng.

Hér virðist lykilatriði að setja inn 33 lítra/100km. Tilgangur breytinganna virðist fyrst og fremst vera til að afvegaleiða lesendur og telja þeim trú um að textinn snúist um eitthvað ökutæki sem eyðir 33l/100km.  En textinn snýst ekkert um það  heldur um það að skoða hvernig veggjald á sparaðan km væri nú ef það hefði fylgt verðlagi á bensíni.  Texti Pálma heldur hins vegar þannig áfram eftir hina ,,beinu“ tilvitnun:

Það að fjórði hver maður hafi verið tilbúinn að aka um á bíl sínum á þessum tíma sem eyddi 33 lítrum á hundraði þegar bensínið kostaði 70 kr þýðir ekki að fjórði hver maður sé tilbúinn til að aka svo eyðslufrekum bíl í dag þegar bensínið kostar 230 kr/lítra. Svona reiknikúnstir eru marklausar og leiða menn eingöngu á villgötur. Enginn reyndur fjármálaráðgjafi myndi reikna sína eigin fjármuni

 

Nýjast