Hér vantar, eins og í svo mörgu öðru, samstillt átak á heimsvísu til að koma í veg fyrir að vistkerfið hreinlega hrynji ef ekkert verður að gert, segir fréttatilkynningu frá George Hollandes, fulltrúa Global Wake-up Call á Akureyri. Þann 7. til 18. desember n.k. verður haldinn alþjóðalegur ráðstefna um loftsslagbreytingar á vegum Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. Ísland býr yfir mikilli þekkingu á sviði vistvænnar orkuframleiðslu og stjórnun á náttúruauðlindum sem gætu nýst á þessum vettvangi og er það óskandi að sendinefnd frá Íslandi muni taka þátt í mótun framtíðarsýnar í þessum efnum. Um leið og þessi ósk er borin fram erum við hvött til að líta okkur nær. Bæði sem einstaklingar og sem samfélag. Við sem leggjum fram kröfur hljótum einnig að bera ábyrgð. Alþjóðalegir samningar og viljayfirlýsingar hafa mikið gildi en ekki má gleyma að okkar hversdagslega lífsmynstur er ekki síður mikilvægt.
Það er því einlæg ósk okkar að Akureyrarbær setji gott fordæmi og seti sér markmið sem leiðandi afl í vistvernd og sjálfbærri þróun á Eyjafjarðarsvæðinu, hugfræðilega og í verki. Það er ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær heimsbyggðin fer að að sinna hugtakinu "sjálfbærni" af alúð og alvöru. Mikil þróun hefur átt sér stað í þessum efnum en betur má ef duga skal! Við stöndum á tímamótum þar sem við þurfum að hugsa betur um umhverfið og um leið tileinka okkur algerlega nýrri hugsun og framtíðarsýn. Við þurfum að hverfa frá hagkerfi markaðshyggjunnar sem byggir á neyslu og rányrkju og skapa nýtt hagkerfi sem gengur út á samkennd, mannauð og sjálfbærni. Stöndum saman um framtíð barnanna okkar... Einn liður í því mætti kalla "rusl eða hráefni". Allt sem við notum á annað hvort að verða hluti af vistkerfinu á ný eða verða að nýju hráefni, segir ennfremur í tilkynningunni.