Minni umferð um Vaðlaheiðargöng

Vaðlaheiðargöng.
Vaðlaheiðargöng.

Heildarumferð í Vaðlaheiðargöngum á árinu 2020 var 414 þúsund ferðir, um 100 þúsund færri ferðir en árið 2019. Samdrátturinn er því 19,5 prósent milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vaðlaheiðargöngum, þar sem segir að umferð í göngunum hafi gengið vel og verið án óhappa.

Að meðaltali voru 1135 ferðir um göngin á sólarhring á árinu 2020. Yfir sumarmánuðina voru ferðirnar að jafnaði 1850 á sólarhring en 726 yfir vetrarmánuðina. Árið 2020 voru um 96% ökutækja sem ekið er um Vaðlaheiðargöng fólksbílar, 2% millistórir bílar (3,5-7,5 tonn) og 4% stórir bílar (stærri en 7,5 tonn).

Samkvæmt talningu Vegagerðarinnar voru 107 þúsund ferðir ökutækja um Víkurskarð á árinu 2020 og dróst umferð þar saman um 38,6% frá árinu 2019.


Athugasemdir

Nýjast