Minna atvinnuleysi en á sama tíma í fyrra
„Staðan er mun betri núna en hún var á sama tíma í fyrra," segir Soffía Gísladóttir forstöðumaður
Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra. Nú í nýliðnum júlímánuði mældist atvinnuleysi 4,4% líkt og það
gerði einnig í júní, en fyrir ári, í júlí árið 2010 var atvinnuleysi á svæðinu 5,6%.
Í lok júlí voru alls 756 manns á atvinnuleysisskrá á Norðurlandi eystra, 335 karlar og 424 konur. Þar af voru 527 manns á Akureyri, konur nokkru fleiri en karlar eða 292 alls á móti 235 körlum. „Ég er frekar bjartsýn á haustið og á von á að það verði svipað og var síðastliðið haust nema við hefjum leikinn með mun færri á skrá," segir Soffía. Hún á von á að hægt og sígandi muni einstaklingar í atvinnuleit skrá sig hjá Vinnumálastofnun þegar líður á haustið og að mesti þunginn verði í kringum áramót, í desember og janúar.