Öll vinnan við að moka snjó af vellinum í vetur og brjóta klakann ásamt viðgerðum í vor hefur kostað sitt, segir Halla Sif Svavarsdóttir framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar.
Félagið hefur orðið fyrir talsverðu fjárhagslegu tjóni vegna sjóþungans í vetur. Við hleyptum ekki inn á völlinn fyrr en 17. júní og urðum því einnig fyrir tekjutapi. Ferðamannaumferðin byrjar seinna í ár og við höfum verið að fresta mótum. Ætli tapið hlaupi ekki á nokkrum milljónum, segir
Halla. Það er þó engan bilbug að finna á félagsmönnum klúbbsins. Við berum okkur vel. Völlurinn lítur vel út núna og kalið var ekki eins mikið og haldið var í fyrstu. Öll vinnan í vetur bjargaði því sem bjargað varð. Núna vonum við bara að hægt að verði að spila fram að jólum, segir Halla.