Milljarður í lán vegna Vaðlaheiðarganga

Fjármálaráðherra fær heimild til að taka lán upp á einn milljarð  vegna  Vaðlaheiðarganga samkvæmt samþykkt meirihluta fjárlaganefndar í dag. Þetta var ákveðið þegar fjárlaganefnd afgreiddi frumvarp til fjáraukalaga vegna ársins 2011 á fundi sínum í dag. Frumvarpið verður tekið til annarrar umræðu á Alþingi á morgun. Hins vegar samþykkti meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á fundi sínum í morgun að fela Ríkisendurskoðun að endurmeta forsendur Vaðlaheiðarganga ehf. fyrir því að göngin borgi sig sjálf.

Norðan heiða hafa margir miklar áhyggjur af því að málið tefjist enn frekar og jafnvel að framkvæmdin sé í hættu en fyrirhugað er að hefja framkvæmdir við gerð Vaðlaheiðarganga í byrjun næsta árs.

Nýjast