Mikilvægur leikur hjá KA
KA varð af mikilvægum stigum í toppbaráttu 1. deildar karla í knattspyrnu er liðið tapaði á heimavelli gegn Leikni, 0-1, sl. laugardag. Mark leiksins skoraði Kristján Páll Jónsson á 70. mínútu. Að fimmtán umferðum loknum er KA í sjöunda sæti deildarinnar með 22 stig, fimm stigum á eftir toppliðunum þremur; Grindavík, BÍ/Bolungarvík og Fjölni sem öll hafa 27 stig. KA er því enn með í baráttunni um sæti í úrvarlsdeildinni þrátt fyrir tapið en liðið sækir Víking R. heim annað kvöld, föstudag, kl. 18:00. Víkingur hefur 26 stig í fjórða sæti og því mikið undir í þeim leik fyrir bæði lið.