Mikill umferðarþungi á Kjarnagötu við Naustaskóla

Íbúar við Kjarnagötu á Akureyri hafa bent bæjaryfirvöldum á mikinn umferðarþunga í götunni við Naustaskóla, sem skapar hættu fyrir skólabörn sem þurfa þar yfir. Kjarnagata er hönnuð sem 30 km gata í deiliskipulagi Naustahverfis. Samkvæmt deiliskipulaginu er gert ráð fyrir hraðatakmarkandi aðgerðum á aðkomuleiðum fyrir börn á leið í Naustaskóla m.a. með sérmerktum gangbrautarsvæðum og upphækkunum.  

Skipulagsnefnd vísaði erindinu á fundi sínum í júní í fyrra til framkvæmdadeildar og leggur til að framkvæmdum við lokafrágang götunnar við Naustaskóla verði hraðað. Framkvæmdaráð tók málið fyrir á síðasta fundi sínum og samþykkti að fara í framkvæmdir við  lokafrágang Kjarnagötu við Naustaskóla, ef svigrúm er á fjárveitingu ársins til umferðaröryggismála.

Nýjast