Mikill fjöldi fólks tók þátt í kröfugöngu á Akureyri

Mikill fjöldi fólks tók þátt í kröfugönugu á Akureyri í dag, í blíðskaparveðri. Það eru stéttarfélögin á Akureyri sem standa fyrir dagskrá á frídegi verkalýðsins 1. maí. Gengið var frá Alþýðuhúsinu, í gegnum miðbæinn og að Sjallanum, þar sem nú stendur yfir hátíðardagskrá og þar er þétt setinn bekkurinn. Kjörorð dagsins eru; Atvinna fyrir alla.  

Dagskráin í Sjallanum er þessi:

Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju

Ávarp: Starfsendurhæfingarsjóður

Elsa Sigmundsdóttir, ráðgjafi sjóðsins í Eyjafirði

Aðalræða dagsins

Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags

Skemmtidagskrá, kaffiveitingar og dregið í happdrættinu:

- Kristján Edelstein og Pétur Hallgrímsson

- Æskulýðskór Glerárkirkju undir stjórn Ástu Magnúsdóttur

- Big-band Tónlistarskólans á Akureyri

- Atriði frá Freyvangsleikhúsinu

Nýjast