Mikill erill hjá lögreglu í nótt

Fangageymslur lögreglunnar á Akureyri voru fullar í nótt og talsverður erill var hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt, en Bíladagar standa nú yfir á Akuryeri. Ekki hafa þessi vandræði þó tengst skipulagðri dagskrá, sem hefur farið vel fram. Mikill mannfjöldi er á tjaldstæðum, en gestir Bíladaga hafa verið á tjaldstæðinu við Þórunnarstræti.

 

Í miðbænum var nokkuð um slagsmál og pústra og tlasverður mannfjöldi var á ferli fram eftir allri nóttu. Tveir ökumenn voru teknir undir áhrifum fíkiefna og nokkrir hafa verið teknir ölvaðir. 

Nýjast